fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Íslensk stúlka í klóm erlendra netníðinga – „Foreldrar ættu að banna börnum sínum að nota lokuð samskiptaforrit“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. apríl 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stúlka sem byrjaði að nota samskiptaforritið Discord í því skyni að læra teikningu lenti undir hælnum á glæpamönnum sem neyddu hana til að skaða sjálfa sig og brutu hana niður með skelfilegum hótunum, meðal annars um að sækja hana til Íslands, nauðga henni og hneppa hana í kynlífsánauð. Stúlkan var aðeins 13 ára gömul þegar martröðin hófst og losnaði hún ekki undan ægivaldi netþrjótanna fyrr en tveimur og hálfu ári síðar.

DV ræddi við stúlkuna og móður hennar fyrir páska og birtist viðtalið á skírdagsmorgun. Þar kemur fram að þó að móðir stúlkunnar hafi fylgst með símanotkun hennar hafi hún ekki séð hvað var í gangi.

„Það er svo merkilegt að við töldum okkur hafa netnotkunina hennar undir kontról. Ég var reglulega að fara yfir símann hennar en þetta fór samt framhjá mér,“ segir móðirin. Þarna ber að hafa í huga að á samskiptaforriti eins og Discord er ekkert opinbert efni eins og á samfélagsmiðlum. Allt efni er lokað inni á netþjónum (serverum). Stúlkan hafði þá netþjóna þar sem hún var inni á vafasömum spjallrásum ávallt lokaða þegar hún var ekki sjálf ein með símann sinn.

Móðirin álasar sér fyrir að hafa leyft dóttur sinni að fara inn á Discord en viðurkennir þó að hún hafi engan veginn getað séð fyrir afleiðingarnar: „Þetta eru stærstu mistök sem ég hef gert á ævinni. En hún fór þarna inn sem verðandi listamaður, til að læra að teikna. Mér var selt þetta þannig, þetta væru listamenn að deila efni hver með öðrum.“

Viðtalið við mæðgurnar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Íslensk stúlka í klóm erlendra netníðinga – Myndbönd af henni alblóðugri til sýnis á spjallrás

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir