fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sýknaður af ofbeldisákæru gegn barni sem var „að fíflast“ á Ásbrú

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot gagnvart barni nágranna síns. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa rokið út á gang í fjölbýlishúsi á Ásbrú og gripið um háls barnsins. Þá hafi maðurinn sagt barninu með ógnandi hætti að fara og ýtt á eftir því með annarri hendi. Afleiðingarnar voru þær að barnið hlaut bólgu og verki vinstra megin á hálsi og átti erfitt með að kyngja. Fór fjölskylda barnsins fram á skaðabætur upp á 800 þúsund krónur auk dráttarvaxta.

Börn mikið að fíflast og gera dyraat

Atvikið átti sér stað laugardaginn 11. febrúar 2023 en þá barst lögreglu tilkynning barn hafi orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi á  Ásbrú.

Á vettvangi hitti lögregla á fjölskyldu barnsins sem bar sakirnar upp á hinn ákærða sem var íbúi í húsinu. Sá gaf þá skýringu að börn væru mikið að fíflast á stigaganginum og gera dyraat. Hann hafi orðið pirraður og skammað drengi sem voru á ganginum og gripið um upphandlegg eða axlir eins drengir. Maðurinn hafnaði því að hafa tekið barnið hálstaki en var í kjölfarið handtekinn af lögreglu.

Í áverkavottorði kom fram að barnið kvartaði undan eymslum í háls, virtist lítilega bólgið en ekki var um sjáanlegt mar að ræða.

Öryggismyndband studdi ekki frásögnina

Lykilsönnunargagn málsins var myndband úr öryggismyndavél þar greina mátti, að einhverju leyti, samskipti aðilanna. Var niðurstaða dómsins að ekki sæist nægilega vel á myndavélinni hvort að maðurinn hefði tekið barnið hálstaki né ýtt því harkalega.

Þá var það verulegur galli á málsmeðferðinni að ekki hafði verið tekið skýrsla af barninu né það beðið um að gefa skýrslu fyrir dómi.

Að þeim sökum ákvað dómari að sýkna manninn af ákærunni og vísa öllum skaðabótarkröfum frá dómi. Allur málskostnaður verður greiddur úr ríkissjóði.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks