fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Helgi: „Íslendingar eru upp til hópa illa upp aldir“ – Satt best að segja andskotans sama

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 12:00

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar eru upp til hópa illa upp aldir og sérstaklega eldri kynslóðirnar,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, í pistli á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur talsverða athygli.

Helgi Hrafn, sem sat á þingi á árunum 2013 til 2016 og aftur frá 2017 til 2021, segir að Íslendingum sé aldrei kennt að við bæði getum og eigum að hafa stjórn á hegðun okkar jafnvel þegar við upplifum tilfinningar.

„Það er hægt að tjá ósætti án þess að láta öðrum líða illa. Það er hægt að rökræða hlutina yfirvegað þegar maður er ósammála. Skapvonska og bölmóður er ekki frumforsenda breytinga. Það er ekki heilög skylda að láta tilfinningar okkar bitna á fólki í kringum okkur,“ segir Helgi í pistlinum og bætir við að geðshræring sé ekki því mikilvægari eftir því sem málefni er alvarlegra. Þvert á móti sé mikilvægara að halda í getuna til að hugsa rökrétt.

„Það á að leyfa fólki að klára setningar og ekki sífellt að grípa fram í. Það á að hlusta á fólk. Það er líka betra að gefa fólki bara sekúndu eða tvær til að hugsa frekar en að margendurtaka það sama aftur og aftur bara til að halda áfram að tala. Það þarf ekki að skipta um umræðuefni um leið og maður hefur ekkert meira að segja um það sem er til umræðu. Það að maður móðgist þýðir ekki að einhver hafi gert manni eitthvað,“ segir Helgi sem endar skrif sín á þessum orðum:

„Ef þér þykir þessi pistill smekkfullur af hroka og yfirlæti, þá geturðu huggað þig við það, að það skiptir ekki nokkru einasta máli, og þú þarft ekkert að útskýra það fyrir mér, því að mér er satt best að segja andskotans sama.“

Fjörugar umræður hafa farið fram undir færslu Helga og sitt sýnist hverjum.

Systir Helga, þingkonan Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, tekur undir með bróður sínum að einhverju leyti.

„Það er mjög áhugavert að koma heim eftir búsetu erlendis og átta sig á því að þessi (ó)siður, að grípa stanslaust fram í fyrir fólki, er íslenskur. Ég fattaði það ekki fyrr. Þetta er nefnilega ekki svona mikið trend allstaðar,“ segir hún og bætir við að það sé sérstök þjóðaríþrótt að spyrja fólk spurninga og grípa svo fram í þegar það reynir að svara – helst áður en fyrsta setningin í svarinu er hálfnuð. „Og ég er bara að tala um kasjúal samtöl sko, engar þrætur.“

Helgi segir í athugasemd að hann hafi tekið eftir þessu þegar hann flutti heim frá Finnlandi sérstaklega. Hann segir að finnsk menning og íslensk séu afskaplega líkar, en algjörar andstæður að tvennu leyti: Finnar elski herinn sinn jafn mikið og Ísland elskar herleysið og Finnar þegi jafn mikið og Íslendingar blaðra.

„Þegar ég svo kom heim ætlaði ég að taka Finna til stakrar fyrirmyndar og aldrei grípa fram í, alltaf leyfa fólki að klára að tala og taka mér tíma til að hugsa um það sem það sagði. Af þessu lærði ég fljótt að þetta þýðir að maður fær bara ekkert að vera með. Fólk bara blaðrar og blaðrar og blaðrar non-stop þar til það er gripið fram í, sem þýðir að maður verður að taka þátt í þessu rugli, sem aftur neyðir fólk til að halda orðinu með stanslausu blaðri til að missa ekki orðið. Þetta er allt saman afskaplega vandræðalegt.“

Margir taka undir með Helga en einhverjir eru þó ósammála Helga að eldri kynslóðirnar séu eitthvað sérstaklega illa upp aldar að þessu leyti. Umræðurnar má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“