fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sér eftir að hafa ekki verið opinská með brjóstakrabbameinið – „Allt sem ég var að segja var haugalygi“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2024 13:30

Christina Applegate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Christina Applegate varð krabbameinslaus eftir að hún gekkst undir tvöfalt brjóstnám árið 2008. 

Í viðtali við Dax Shepard í þættinum  Podcast Armchair Expert, segir Applegate að í dag sjá hún eftir því að hafa ekki verið opinská og hreinskilin á sínum tíma um líðan sína og segist óska þess að hún hefði deilt öllu um brjóstakrabbameinsferðina, bæði því góða og slæma.

„Ég lærði þá lexíu á erfiðan hátt vegna þess að árið 2008, þegar ég greindist með brjóstakrabbamein 36 ára, var ég góða stelpan sem sagði: „Ó, ég elska nýju brjóstin mín“ sem eru öll í örum og skringileg. Hvað var ég að hugsa?“ segir Applegate.

„Fyrsta viðtalið mitt var við Robin Roberts þegar ég var með krabbamein og ég sit þarna og lýg um hvernig mér leið,“ bætir hún við og segist hafa farið að gráta eftir viðtalið.

„Allt sem ég var að segja var haugalygi. Ég var að reyna að sannfæra sjálfa mig um eitthvað og  ég held að það hafi ekki þjónað neinum. Já, ég stofnaði strax góðgerðarfélag. Já, ég gerði allt sem ég þurfti að gera og við söfnuðum milljónum dala fyrir konur sem voru í áhættuhópi til að fara í segulómun. Já, við gerðum góða hluti, en á kvöldin fór ég úr brjóstahaldaranum og grét öll kvöld. Og ég vildi að ég hefði sagt frá því opinberlega.“

Hvatti þekkta vinkonu til að vera opinská 

Leikkonan segist hafa notað eigin reynslu til að hvetja þekkta vinkonu sína til að vera opinská um krabbameinsferð sína.

Applegate minnist þess að hafa sagt vinkonu sinni að taka niður færslu á samfélagsmiðlum þar sem vinkonan hafði skrifað: „Ef það er einhver sem getur sigrast á meininu, þá er það ég.“

„Taktu færsluna út vegna þess að mamma einhvers dó, og hún var sterk í sinni baráttu. Dóttir einhvers dó, systir einhvers dó, pabbi einhvers dó úr þessu. Taktu færsluna út. Það sem þú ætlar að gera er að þú munt vera heiðarleg allt ferlið, í gegnum lyfjameðferðina, geislunina, allt saman,“ segist Applegate hafa sagt við vinkonu sína.

Applegate tók einnig sjálfa sig á orðinu og hefur verið opinská með veikindi sín, eftir að að hún greindi frá því í ágúst 2021 að hún væri greind með MS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum