fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Íslensku stuðningsmennirnir settir í búr og læstir inni í 30 mínútur eftir leik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Íslands fengu ekki að fara af leikvellinum í Wroclaw í Póllandi eftir leik þegar Ísland hafði tapað gegn Úkraínu í kvöld.

Áhrifavaldurinn, Reynir Bergmann segir frá þessu á Instagram síðu sinni í kvöld. Hann var einn af 500 stuðningsmönnum Íslands á vellinum.

„Þetta er vel þreytt, við erum lokuð inn í búri eftir leik í 30 mínútur,“ sagði Reynir á Instagram eftir leik.

Þetta var gert til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn liðanna færu af vellinum á sama tíma en gríðarleg gæsla var á vellinum.

Þetta er vel þekkt á stærri leikvöngum út í heimi að stuðningsmenn útiliðsins séu látnir bíða á vellinum eftir leik.

Úkraína fer á Evrópumótið í sumar en Ísland þarf að bíða eftir næsta tækifæri til að komast á stórmót á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“