fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands – Grátlegt tap en hetjuleg frammistaða

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 21:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw

Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Úkraínu, 2-1, í úrslitaleik um sæti á EM í dag.

Lestu um leikinn

Hér að neðan eru einkunnir leikmanna Íslands í leiknum

Hákon Rafn Valdimarsson – 7
Gerði sitt og gat lítið gert í mörkunum.

Guðlaugur Victor Pálsson – 6
Var ekki í öfundsverðu hlutverki gegn Mudryk en var oft í brasi með hann.

Sverrir Ingi Ingason – 6
Stýrði vörninni sem hélt vel framan af en það dró af henni í seinni hálfleik.

Daníel Leó Grétarsson – 6
Steig upp eftir slæman fyrri hálfleik gegn Ísrael og átti flottan leik lengst af. Þegar leið á var varnarlínan hins vegar heldur slitrótt.

Guðmundur Þórarinsson (63′) – 5
Slakur varnarleikur í marki Úkraínu og náði heilt yfir ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Ísrael.

Hákon Arnar Haraldsson – 8 – Maður leiksins
Frábær í þessum leik. Sýndi stórkostlega takta inn á milli og stundum var eins og hann væri að leysa allar stöður vallarins.

Jóhann Berg Guðmundsson – 7
Fyrirliðinn skilaði fínu dagsverki.

Arnór Ingvi Traustason – 7
Eins og í undanförnum leikjum skilaði Arnór mjög flottri frammistöðu á miðjunni.

Jón Dagur Þorsteinsson (87′) – 8
Flottur leikur hjá Jóni. Mikil ógn af honum af kantinum.

Albert Guðmundsson – 8
Sýndi snilli sína enn á ný og skoraði ótrúlegt mark, sem dugði því miður ekki til.

Andri Lucas Guðjohnsen (63′) – 7
Skilaði hlutverki sínu vel í fyrri hálfleik og til fyrirmyndar í pressunni.

Varamenn
Kolbeinn Birgir Finnsson (63′) – 6
Orri Steinn Óskarsson (63′) – 6

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn