fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Ósáttur við að vera útmálaður veiðiþjófur – Ívar hugleiðir skaðabótamál eftir að Kristinn var dæmdur brotlegur við siðareglur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. mars 2024 11:00

Ívar Örn Hauksson (t.v.) og Kristinn Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alvarlega að hugleiða að höfða skaðabótamál á hendur honum út af þessari umfjöllun hans, sem var sett fram eins og ég væri að stunda veiðar án leyfis. Auk þess lagfærði hann ekki fréttir af málinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir mínar þar um. Ennfremur notaði hann höfundarréttarvarið efni frá mér án leyfis og án þess að geta heimilda,“ segir Ívar Örn Hauksson lögfræðingur og er afar ósáttur við Kristinn Gunnarsson, ritstjóra Bæjarins besta, bb.is, vegna umfjöllunar miðilsins um sig í lok október í fyrra.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fann Kristinn fyrr í mánuðinum sekan um brot á þremur siðareglum blaðamanna með umfjölluninni. Forsaga málsins er sú að í lok október birti bb.is frétt þess efnis að hópur manna hefði veitt í leyfisleysi í Sunndalsá í Arnarfirði. Veiddu mennirnir eldislax í net og á stöng. Eins og kemur fram í úrskurði siðanefndar BÍ um málið myndaði Ívar veiðarnar þar sem mennirnir höfðu boðið honum það, en veiðimennirnir töldu að að eldislax hefði sloppið úr sjókvíaeldi og hann gæti verið að finna í ánni. Ívar birti síðan myndband  af veiðunum á Youtube-rás sinni, Flugusmiðjan.

Í lok október 2023 birtist á bb.is frétt um málið sem stendur enn. Í fréttinni var Ívar nafngreindur og af framsetningunni mátti skilja að hann væri einn veiðimannanna, en svo var ekki heldur hafði hann eingöngu myndað veiðarnar, það er að minnsta kosti mat siðanefndar. Einnig veitti Kristinn Ívari ekki rétt til andmæla við efni fréttarinnar þegar hann óskaði þess. Með þessu er Kristinn sagður hafa gerst brotlegur við 2. og 3. grein siðareglna blaðamanna. Önnur greinin er eftirfarandi:

„Blaðamaður setur fram upplýsingar á heiðarlegan og sanngjarnan hátt samkvæmt bestu vitund hverju sinni, meðal annars með því að leita andstæðra sjónarmiða þegar við á. Blaðamaður hagræðir ekki staðreyndum og setur ekki fram órökstuddar ásakanir.“

Þriðja greinin er eftirfarandi:
„Blaðamaður leiðréttir rangfærslur sé þess þörf.“

Kristinn birti þrjú skjáskot með fréttinni sem tekin voru úr Youtube-myndbandi Ívars án þess að geta þess hvaðan myndirnar væru fengnar. Taldi siðanefnd þetta vera brot á 7. grein siðareglna BÍ, sem er eftirfarandi: „Blaðamaður gætir þess að þegar hann vitnar til ummæla eða upplýsinga sem birst hafa opinberlega, þar á meðal á samfélagsmiðlum, sé þess getið hvaðan ummælin voru fengin.“

Kristinn veitti ekki siðanefndinni ekki andsvör við kæru Ívars og var því frásögn Ívars lögð til grundvallar.

Sem fyrr segir hugleiðir Ívar skaðabótamál gegn Kristni og vekur athygli á þeirri staðreynd að Kristinn hafi ekki svarað siðanefndinni:

„Hann veit upp á sig skömmina og að þessi umfjöllun hans kann að hafa bakað honum bótaskyldu, sérstaklega af því þetta er gert í gegnum fjölmiðil. Ég er alvarlega að hugleiða skaðabótamál því framsetning hans er með þeim hætti að það er eins og ég hafi verið að stunda veiðar án leyfis.“

Segir siðanefndina sér óviðkomandi

DV bar málið undir Kristinn H. Gunnarsson sem segir að siðanefnd BÍ sé sér óviðkomandi þar sem hann sé ekki félagi í BÍ:

„Ég er ekki félagi í Blaðamannafélagi Íslands og siðanefnd þess er mér óviðkomandi. Nefndin tók samt afstöðu og eingöngu út frá málflutningi kæranda. Nefndin hefur enga lögboðna stöðu og kveður hvorki upp dóma né úrskurði. Fréttin um veiðiferðina í Sunndalsá er á bb.is og getur hver sem er kynnt sér hana og viðbótarfréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“