fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Læknirinn sagðist aldrei hafa séð jafn slæmt tilfelli af herpes

Fókus
Þriðjudaginn 26. mars 2024 13:28

Halle Berry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Halle Berry fékk kalda vatnsgusu í andlitið frá lækninum sínum fyrir skemmstu þegar hún leitaði til hans vegna verkja á kynfærasvæðinu.

Berry var á meðal gesta á ráðstefnu um heilsu kvenna, A Day of Unreasonable Conversation, á dögunum þar sem Halle tók til máls auk Jane Fonda og Kerry Washington.

Halle Berry, sem er 57 ára, var 54 ára þegar hún hitti draumaprinsinn, tónlistarmanninn Van Hunt. Stuttu eftir að kynni þeirra hófust rifjaði Halle upp að hún hafi fundið fyrir sárum verkjum á kynfærasvæðinu kvöld eitt þegar þau stunduðu kynlíf.

Hún ákvað því að kíkja til læknis sem skoðaði hana og það tók hann ekki ýkja langan tíma að skella fram sinni ályktun. Sagði hann að hún væri með eitt versta tilfelli af herpes sem hann hefði séð.

Halle segist hafa farið í nánari skoðun og það hafi Van Hunt einnig gert, en niðurstaðan í báðum tilfellum var að hvorugt þeirra var með herpes, sem stundum er kallað kynfæraáblástur hér á landi.

Eftir að málið var skoðað nánar kom í ljós að um var að ræða eitt af einkennum breytingaskeiðs kvenna. Það sem læknirinn taldi að væri herpes var í raun og veru sársauki sem orsakaðist af miklum þurrki í leggöngum sem stundum kemur fram á breytingaskeiðinu.

„Læknirinn minn hafði ekki hugmynd um þetta og ég hugsaði strax með mér að ef til vill væru margar konur í sömu sporum,“ sagði Berry sem ákvað að deila þessari reynslu á umræddri ráðstefnu.

Halle Berry er margverðlaunuð leikkona en hennar stærsti sigur á hvíta tjaldinu kom árið 2002 þegar hún var valin besta leikkonan á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir myndina Monster‘s Ball.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram