fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lögmannsstofa Braga komin með nýtt nafn og neitar að afhenda gögn – Réttarstaða meðlagsgreiðenda ekki tryggð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur fengið skammir í hattinn frá Umboðsmanni Alþingis, en varðveisla og meðhöndlun gagna hjá stofnuninni var ekki í samræmi við lög. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem var birt í dag.

Meðlagsgreiðandi leitaði til umboðsmanns eftir að Innheimtustofnun sveitarfélaga brást ekki við kröfu hans um að fá afrit af öllum skjölum og gögnum sem lögmannsstofan útbjó og meðhöndlaði, en gögnin varða greiðslusögu meðlagsgreiðandans. Lögmannsstofan er ekki nefnd á nafn í áliti umboðsmanns, en töluvert var fjallað um það árin 2021-2022 að Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi fengið ísfirsku lögmannsstofunni Officio ehf. að sjá um afmarkaða löginnheimtu. Officio skipti um nafn í kjölfarið og kallast nú Shashi ehf. eigandi er þó sem áður Bragi Rúnar Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður útibús Innheimtustofnunar á Ísafirði en hann hafði stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á starfsemi Innheimtustofnunar ásamt fyrrverandi forstjóra, Jóni Ingvari Pálssyni, og Árna Rúnarssyni, fyrrverandi kerfisfræðing hjá stofnuninni.

Sjá einnig:
Bragi fengið tæplega 50 milljónir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga síðan vorið 2020
Þrír handteknir vegna rannsóknar á Innheimtustofnun sveitarfélaga

Officio lagði breytilegar innheimtuþóknanir á meðlagsgreiðendur, án heimildar. Samkvæmt niðurstöðu lögfræðiálits bar Innheimtustofnun að greiða þessar þóknanir til baka og var málið tilkynnt til lögreglu.

Geta ekki afhent það sem fæst ekki afhent

Meðlagsgreiðandinn sem leitaði til umboðsmanns var ósáttur þar sem aðfararveð hafði verið gert fyrir meðlagsskuld í fasteign hans. Hafði Officio farið fyrir innheimtuaðgerðum. Krafðist viðkomandi þess að fá allar upplýsingar afhentar sem varða innheimtuna, en ekki borið erindi sem erfiði. Umboðsmaður leitaði svara til Innheimtustofnunar og kom þá í ljós að stofnunin hafi ítrekað skorað á Officio að fá öll gögn, rafræn og skjalfest, afhent. Officio hafi ekki orðið við þeirri áskorun og ekkert afhent. Verksamningur sem stofnuninn gerði á sínum tíma við lögmannsstofuna hafi verið þannig úr garði gerður að í engu var fjallað um skráningu eða varðveislu upplýsinga um þau mál meðlagsgreiðenda sem Officio fór fyrir. Umboðsmaður sagði að þar með væri vissulega uppi ómöguleiki fyrir Innheimtustofnun. Stofnunin geti ekki afhent gögn sem hún búi ekki yfir, enda hafi hún sannanlega gengið á eftir að fá þau afhent. Hins vegar sýni þetta að stofnunin hafi með útvistun til Officio brotið gegn lögum. Stjórnvaldi beri skilda til að tryggja skjalastjórn og skjalavörslu og séu að auki skráningarskyld. Þessu var brotið gegn. Fyrir utan það fólst í þessu brot gegn meðlagsgreiðendum. Þar sem stofnunin tryggði ekki varðveislu og aðgengi að upplýsingum meðlagsgreiðenda, sem varða beina hagsmuni þeirra í máli þar sem stjórnvald tekur ákvörðun um réttindi og skyldu þeirra, þá sé ekki tryggt að réttarstaða þeirra sé í samræmi við stjórnsýslulög.

Ekki taldi umboðsmaður þó ástæðu til að grípa til aðgerða, en ákvörðun hefur verið tekin um að leggja innheimtustofnun niður og færa verkefni hennar til embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

Formáli lögmenn

Shashi ehf, áður Officio, skilaði ekki ársreikning fyrir árið 2022. Félagið var með rekstrartekjur upp á rúmar 50 milljónir árið 2021, 29,6 milljónir árið 2020 og 10 milljónir árið 2019. Félagið var skráð 2019. Athygli vekur að allir þrír ársreikningar sem eru aðgengilegir hjá Fyrirtækjaskrá bera nýtt heiti lögmannsstofunnar á forsíðu, þó svo félagið hafi ekki skipt um nafn fyrr en í júlí 2023.

Bragi Rúnar er skráður lögmaður á stofu sem kallast Formáli lögmenn. Lén stofunnar er í eigu Shashi ehf. en eins á Bragi Rúnar félag sem kallast Formáli ehf, sem var stofnað í apríl á síðasta ári, og Formáli fasteignir ehf sem var stofnað árið 2022. Formáli fasteignir var með engar tekjur í rekstri árið 2022, en rekstrargjöld upp á rétt tæpar 2,6 milljónir. Félagið átti samkvæmt ársreikningi fasteign að virði 45 m.kr og viðskiptaskuld upp á tæplega 2,6 m.kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“