Forráðamenn knattspyrnusambands Ekvador eru allt annað en sáttir eftir eð leikmenn liðsins fóru með Kendry Paez vonarstjörnu þjóðarinnar út á lífið.
Ekvador er í verkefni í Bandaríkjunum en eftir leik á föstudag fór liðið út á lífið í New York.
Paez er 16 ára gamall en Chelsea hefur fest kaup á honum og miklar væntingar eru gerðar til hans.
Leikmenn úr liðinu fóru út á lífið en þar má nefna Moises Caicedo, Jeremy Sarmiento, José Cifuentes, John Yeboah og Willian Pacho.
Paez var svo með í för en þeir byrjuðu á næturklúbbi áður en farið var á strippklúbb en Paez hefur ekki aldur í að heimsækja svona staði.
Forráðamenn sambandsins skoða það að refsa eldri leikmönnum sem tóku Paez með sér út þetta kvöldið.
#Breaking: Leaked video shows that various Ecuador National team players were out partying in NYC before their 2-0 loss to Italy on Sunday..
The videos circulating also show Kendry Paez (16-year-old) attending an adult nightclub with his fellow teammates.#Players involved are:… pic.twitter.com/9yRauu0dMn
— 💥 BlueCo Xtra (@Bluecoxtra) March 26, 2024