fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Nasistinn sem varð innblástur Hollywood-myndar tók upp gyðingdóm

Pressan
Fimmtudaginn 28. mars 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistinn Frank Meeink var innblásturinn af aðalpersónunni í Hollywood-myndinni American History X sem stórleikarinn Edward Norton gerði ódauðlega á sínum tíma og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir.

Frank hefur hins vegar snúið blaðinu gjörsamlega við og hefur í dag tekið upp gyðingdóm sem hann iðkar af kostgæfni.

Hataði gyðinga umfram allt

Á tíunda áratug síðustu aldar varð Frank, sem er í dag 48 ára gamall, leiðtogi hóps nýnasista og gerði allt sem í sínu valdi stóð til þess að koma af stað stríði milli ólíkra kynþátta.

Sérstaklega var honum í nöp við gyðinga, sem hann taldi vera rót alls ills í samfélaginu, og skartaði hann meðal annars voldugu hakakross-húðflúri á hálsinum.

Frank var síðan dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldisglæpi sína en þar kynntist hann ágætlega hörundsdökkum föngum sem varð til þess að viðhorf hans fóru að mildast. Að lokum fór hann að iðrast gjörða sinna verulega og hóf þá vegferð að reyna að bæta fyrir þær.

Komst að því að hann var af gyðingaættum

Að áeggjan vinar síns tók hann svo próf, sem hann kallar í dag „guðsgjöf“, þar sem hægt er að fá upplýsingar um erfðamengi sitt og þá kom í ljós að Frank var af gyðingaættum. Hann ákvað að taka upplýsingum opnum örmum, hóf að læra allt um gyðingdóminn og tók síðan trúna upp.

Í viðtali við New York Post segir Frank að hann hafi alist upp í brotinni írsk-kaþólskri fjölskyldu í vafasömu hverfi. Hann hafi verið mjög hræddur við svart fólk, sem var í meirihluta í hverfinu, og þegar hann kynntist frænda sínum, sem var nýnasisti og með mynd af Hitler málaða á vegg heimili síns, hafi hann fundið samastað fyrir ótta sinn og hatur.

Beitti hrottalegu ofbeldi

Hann gekk í Ku Klux Klan en var rekinn þaðan sem táningur og ákvað þá að stofna sín eigin samtök, StrikeForce, sem voru afar öfgafull. Notaði hann orð Biblíunnar til að spúa út hatri og heift og setti meira að segja á fót sjónvarpsstöð til að breiða út „fagnaðarerindið“.

Þegar hann var sautján ára rændi hann í félagi við vini sína ungum dreng, sem var talsmaður fyrir fordómalausu samfélagi,. Hélt hópurinn honum í gíslingu í fleiri klukkustundir og beittu hann hrottalegu ofbeldi.

Afleiðingar árásarinnar voru þær að Frank var dæmdur í þriggja ára fangelsi og það var við afplánun þess dóms sem augu hans fóru að opnast.

Fékk vinnu hjá gyðingi þrátt fyrir hakakrossinn

Þegar hann losnaði úr fangelsi höfðu fordómar hans í garð svartra horfið en fordómarnir gegn gyðingum lifðu enn innra með honum.

Það breyttist ekki fyrr en búðareigandi af gyðingarættum, Keith Brookstein, réð Frank, sem þá var atvinnulaus og lifði í sárri fátækt, í vinnu þrátt fyrir hakakrosshúðflúrið á hálsi hans og sýndi honum virðingu og hlýju.

Frank segist þá hafa áttað sig á því að hann væri síðasti maðurinn sem hefði rétt á því að dæma fólk út frá trú eða kynþætti þess og í kjölfarið hóf hann þá vegferð að berjast gegn slíkru hatri eins og hægt er.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking