fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Reykjavík Early Music Festival – Fyrsta alþjóðlega barokktónlistarhátíðin í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2024 12:11

Kammerhópurinn Amaconsort Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Early Music Festival er ný tónlistarhátíð í Hörpu og jafnframt fyrsta alþjóðlega barokktónlistarhátíðin í Reykjavík. Hátíðin er vettvangur íslenskra og alþjóðlegra tónlistarhópa sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar.

Reykjavík Early Music Festival er ný barokktónlistarhátið sem verður haldin í fyrsta skipti í Hörpu, dagana 26.-28. mars 2024, eins og segir í tilkynningu. Þessi árlega hátíð verður fyrsta alþjóðlega barokktónlistarhátíðin í Reykjavík, og sú fyrsta í Hörpu þar sem tónlist fyrri tíma, leikin á upprunahljóðfæri, verður í brennidepli. Hátíðin er jafnframt vettvangur fyrir samstarf íslenskra og erlendra tónlistarhópa sem sérhæfa sig í upprunaflutningi barokktónlistar. Listræn stjórn hátíðarinnar er í höndum Elfu Rúnar Kristinsdóttur, fiðluleikara og eins stofnanda Barokkbandsins Brákar.

Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta og vandaða tónleikadagskrá með tónlistarfólki í heimsklassa sem munu flytja barokktónlist í ólíkum rýmum Hörpu. Haldnir verða tvennir glæsilegir kvöldtónleikar, annars vegar með Barokkbandinu Brák og hins vegar með pólsku barokkhljómsveitinni Arte dei Suonatori sem að þessu sinni kemur fram ásamt Rachel Podger, einum fremsta barokkfiðluleikara heims. Þá mun kammerhópurinn Amaconsort einnig leika á hátíðinni og daglega verða haldnir styttri hádegistónleikar í opnum rýmum Hörpu þar sem erlendir og íslenskir flytjendur leika saman tónlist frá barokktímabilinu. 

Rachel Podger
Mynd: Aðsend
Brák
Mynd: Aðsend
Artei
Mynd: Aðsend

Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska barokktónlistarsenu og kynna erlenda hópa sem eru leiðandi í upprunaflutningi í heiminum fyrir landsmönnum. Hádegistónleikarnir munu svo verða vettvangur til aukins samstarfs flytjenda hátíðarinnar þar sem listamenn ólíkra hópa vinna saman. Með þessum opnu tónleikum stefnum við á að auka listrænt gildi hátíðarinnar, skapa ákveðna nánd við áheyrendur og færa tónlistarflutninginn nær almenningi.

Á miðvikudag mun Kammerhópurinn ConsorTico halda tónleika í Norðurljósum, Hörpu kl. 19.30 undir yfirskriftinni Dolcissimi diletti. Hópinn skipa íslenskir og erlendir tónlistarmenn sem hafa sérhæft sig í upprunaflutningi. Þeim leikur einkum hugur á að rannsaka sjaldheyrða evrópska og rómansk-ameríska tónlist frá 16., 17. og 18. öld. 

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu hátíðarinnar.

Miðasala fer fram í Hörpu og á Tix.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?