Samkvæmt fréttum á Spáni var það Memphis Depay fyrrum samherji Daniel Alves sem greiddi 1 milljón evra til að losa hann úr fangelsi.
Alves losnaði úr fangelsi í fær, nokkrum vikum eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.
Alves og Depay spiluðu saman í Barcelona og voru miklir vinir, Depay lét hafa eftir sér í síðustu viku að hann og Alves væru vinir.
❗It was former Barcelona player Memphis Depay who made the €1m payment to get Dani Alves out of prison.
— @mfcbqtr pic.twitter.com/c1HNREs2t7
— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 25, 2024
Alves þurfti að fá 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu en hann mátti ekki greiða þá upphæð sjálfur en eigur hans hafa einnig allar verið frystar.
Alves á glæstilegt hús fyrir utan Barcelona og mun búa þar. Alves var fyrir mánuði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.
Memphis: „I don’t come from an easy environment. If people read my book, they will understand. Dani Alves and Mendy are my friends too.“ pic.twitter.com/YERKYb2L9q
— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 19, 2024
Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.
Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.
Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.
Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar árið 2022.