Konan sem um ræðir, Pim Apatsara, birti myndir af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún var búin að lyfta stuttu pilsi sem hún var í svo það sást í afturendann.
„Gerðu það, komdu í heimsókn í borgina mína,“ sagði áhrifavaldurinn ungi við myndina.
Eftir að myndin fór í umferð á netinu brugðust íhaldssamir íbúar á svæðinu ókvæða við og kölluðu til lögreglu. Þótti þeim mikil lítilsvirðing felast í því að birta slíkar myndir fyrir framan umræddan minnisvarða.
Lögreglustjórinn á svæðinu, Rutthaphol Naowarat, fyrirskipaði að Kim skyldi handtekin og höfðu lögreglumenn hendur í hári hennar í gær. Er hún sögð hafa játað sök í málinu en ekki áttað sig á því að myndbirtingin færi fyrir brjóstið á íbúum.
Kim á yfir höfði sér ákæru vegna málsins og gæti fengið allt að fimm ára fangelsisdóm og sekt.