Tallulah er dóttir leikaranna Bruce Willis og Demi Moore.
Hún birti myndir af sér á Instagram og skrifaði stutta færslu með. Hún viðurkenndi að hún hafi verið „hrædd“ að fara í gegnum breytingarnar því hún var mjög háð þeirri tilfinningu sem fylliefnið gaf henni, hún segir áhrifin hafa verið mjög tilfinningaleg og sálræn.
„Ég hef ekki séð beinabygginguna mína almennilega í sex ár,“ sagði hún.
„Ég er enn að læra að hætta að fikta og bara vera eins og ég er, sem er erfitt þegar heilinn þinn segir já, meira!“
Fyrir stuttu greindi leikkonan frá því að hún hafi nýlega fengið einhverfugreiningu.
„Komst að því í sumar og það breytti lífi mínu,“ sagði hún.