fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
433Sport

Arnari finnst mjög leiðinlegt að höfða mál til að fá þá peninga sem hann telur sig eiga inni á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 10:30

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnari Grétarssyni þjálfara Vals finnst það leiðinlegt að þurfa að lögsækja KA til að fá greiðslur sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu. Hann ræddi málið í Chess after Dark.

Undir lok síðasta árs kom það fram að Arnar hefði farið í mál við KA vegna þess að hann taldi félagið skulda sér væna summu. Það tengist árangri KA í Evrópu eftir að Arnar var hættur.

Málið kom fyrir héraðsdóm norðurlands í upphafi árs en ekki er komin nein niðurstaða í málið.

„Ég ætla ekkert að fara djúpt í þetta, mjög leiðinlegt í alla staða. Þetta er klásúla varðandi Evrópubónus, ég vona að við náum sáttum fyrir utan dómssal,“ segir Arnar í þættinum.

Hann segist hugsa vel til KA þar sem hann þjálfaði í tvö og hálft ár en hætti haustið 2022. „Svo hefur það bara sinn gang, ég átti frábæran tíma þarna og bera hlýhug til þeirra. Mér finnst þetta leiðinlegt að þurfa að standa í þessu.“

„Þetta er mín vinna sem þjálfari, þegar menn kvitta undir samninga þá finnst maður að það þurfi að standa við þá.“

Hann vonar að málið klárist sem fyrst og hann mun una hvaða niðurstöðu sem er. „Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt, vonandi klárast þetta. Það er verið að sjá um þessi mál, svo kemur niðurstaða og mun una henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta brottför hans frá Arsenal

Staðfesta brottför hans frá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“
433Sport
Í gær

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld
433Sport
Í gær

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM