Rúmlega 1600 knattspyrnubullum í Bretlandi verður bannað að fara á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Frá þessu er sagt í dag.
Ný lög í Bretlandi verða til þess að þessar bullur þurfa að skila inn passanum sínum á lögreglustöð áður en mótið hefst.
Um er að ræða knattspyrnubullur sem hafa gerst sekar um brot á völlum víða um heim.
Enskar bullur eru oft til vandræða og vill enska lögreglan reyna að stemma stigum við því í sumar.
Enska landsliðið er til alls líklegt á Evrópumótinu í sumar en þessar 1600 bullur verða heima hjá sér á meðan.