Hrina hófst á svæðinu í gærmorgun og segir Ármann að aðdragandinn að næsta eldgosi í Öskju hafi verið langur. Skýr merki séu um að þar sé eitthvað á seyði sem að lokum leiðir til eldgoss.
Ármann bendir á að Askja hafi verið að „þenja sig“ frá árinu 2012 og vel sé fylgst með stöðu mála þar. Kvikan í Öskju er léttari en önnur og komi til eldgoss verði það sprengigos.
„Ef eitthvað svoleiðis fer af stað þá verður náttúrulega sprengigos, en hvort það verður lítið eða stórt, það vitum við ekki,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.