Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Oleksandr Zinchenko, fyrirliði Úkraínu og leikmaður Arsenal, var í fullu fjöri á æfingu landsliðsins hér í Póllandi í dag.
Úkraínska liðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Þátttaka Zinchenko í leiknum hefur verið talin í hættu vegna meiðsla. Kappinn spilaði 75 mínútur í síðasta leik gegn Bosníu á dögunum en hefur verið að glíma við meiðsli með Arsenal undanfarið.
Þjálfari Úkraínu sagði á fréttamannafundi í dag að ekki yrði ljóst hvort Zinchenko yrði með.
Í kjölfarið fór hins vegar fram æfing úkraínska liðsins og þar var Zinchenko í fullu fjöri. Það gæti því farið svo að íslenska liðið þurfi að takast á við eina allra skærustu stjörnu Úkraínu eftir allt saman.
Hér að neðan má sjá myndband af honum á æfingu Úkraínu í dag.