Breskir og írskir sumarhúsaeigendur á Kanaríeyjum hafa verið sektar um allt að tvö þúsund pund, um 350 þúsund íslenskar krónur, fyrir að neita að leigja út hús sín til annarra ferðamanna.
Daily Mail greinir frá því að sumarhúsaeigendurnir á Gran Canaria hafi þurft að sæta slíkum viðurlögum hafi þeir kosið að hafa sumarhúsin sín mannlaus frekar en að leigja þau áfram. Þess ber að geta að samkvæmt reglum þurfa sumarhúsaeigendurnir að leigja húsin sín út í gegnum ákveðna leigumiðlara og mega ekki hafa umsjón með því sjálfir.
Aukin tilhneiging húseigenda um noti sumarhúsin sín aðeins hluta úr ári hefur gert það að verkum að skortur er á gistirými á eyjunum vinsælu.
Húseigendur ytra eru allt annað en sáttir við reglurnar og hefur borið á mótmælum vegna þeirra. Þá hyggjast sumir reyna á lögin fyrir dómstólum.