Bandaríkin unnu góðan sigur á Mexíkó í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar þar á bæ en leikið var til úrslita í Texas.
Jamaíka undir stjórn Heimis Hallgrímssonar tapaði naumlega gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum en liðið vann svo sigur á Panama í leik um þriðja sætið.
Þétt setið var á leik Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem stuðningsmenn beggja þjóða skemmtu sér flestir vel.
Ljót slagsmál brutust þó út hjá fámennum hóp þar sem höggin flugu manna á milli áður en það tókst að stoppa aðilana af.
Þetta atvik má sjá hér að neðan.
🇲🇽🇺🇸 Last night during the Mexico and USA game, some fans from both countries were involved in a fight. 😳🥊
— CentreGoals. (@centregoals) March 25, 2024