Forráðamenn Manchester United hafa skellt 50 milljóna punda verðmiða á Mason Greenwood. Þetta segja miðlar á Spáni.
Greenwood er á láni hjá Getafe þar sem hann hefur svo sannarlega minnt á sig.
Lið á Spáni hafa viljað kaupa Greenwood og sýnt því áhuga og þetta er verðmiðinn sem United hefur sett á hann samkvæmt miðlum þar.
Greenwood hefur spilað rúmlega 100 leiki fyrir United en hann hefur spilað einn A-landsleik fyrir England.
Greenwood er 22 ára gamall en Barcelona, Juventus og fleiri lið hafa sýnt honum áhuga.