fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Arsenal spilar fjóra leiki á meðan Tottenham er í fríi fyrir stórleik liðanna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun margt taka á sig mynd í komandi mánuði í ensku úrvalsdeildinni en baráttan um titilinn og Meistaradeildarsæti er að harðna.

Topplið Arsenal er í miklu álagi næstu vikurnar á meðan grannar þeirra í Tottenham eru með fá verkefni.

Þannig er leikur liðanna 28 apríl en fyrir þann leik verða leikmenn Tottenham búnir að vera í 15 daga fríi.

Tottenham á leik við Newcastle þann 13 apríl en spila svo ekkert í fimmtán daga fyrir stórleik liðanna.

Á sama tíma mun Arsenal spila fjóra leiki en liðið mætir Aston Villa þann 14 apríl, ásamt því að mæta Wolves þann 20 apríl og Chelsea þremur dögum síðar.

Þann 17 apríl er liðið svo á leið í leik gegn Bayern í Meistaradeildinni en það verður seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing