Íslenska karlalandsliðið er einum leik frá EM í sumar en liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á mótinu annað kvöld.
EM í sumar fer fram í Þýskalandi og fari Strákarnir okkar með á mótið verða þeir með Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu í riðli. Fyrsti leikur yrði gegn síðarnefnda liðinu á Allianz Arena í Munchen.
„Það er búið að teikna upp handritið. Þetta er á Þjóðhátíðardaginn. Þetta er skrifað í skýin. Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í hlaðvarpi Íþróttavikunnar þar sem landsliðið var til umræðu.
Hörður Snævar Jónsson tók undir.
„Ég líka. Það eru einhverjar lukkudísir sem eru að færast aftur yfir þennan hóp.“