fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Stuðningsmenn stofna Facebook-síðu um framboð Höllu Hrundar

Eyjan
Mánudaginn 25. mars 2024 11:30

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurstranglegir frambjóðendur verða iðulega til í myndverumRíkisútvarpsins. Sú fullyrðing gildir um fráfarandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, sem sló í gegn á skjám landsmanna og hellti sér í kjölfarið út í baráttuna um Bessastaði.

Hvort það sama gildi um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, skal ósagt látið en hún sjarmeraði marga með frammistöðu sinni í Vikunni hjá Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld. Auk sjarmans kom hún að fjölmörgum mikilvægum punktum eins og tengsl sín við landsbyggðina, úrvalsmenntun erlendis sem og hæfileika sína í harmonikkuleik!

Fyrr um daginn hafði birst frétt á Vísi um mögulegt framboð hennar til forsetaembættisins og segja má að allt hafi farið á flug eftir þáttinn. Stuðningsmenn hennar hafa nú stofnað Facebook-síðu þar sem skorað er á hana að bjóða sig fram og hafa 1.500 manns skráð sig á skömmum tíma.

Halla Hrund er fædd árið 1981 og er því aðeins 43 ára gömul. Hún yrði því fullrúi yngri kynslóðarinnar í framboðsslagnum sem yrði eflaust styrkleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“