Sigurstranglegir frambjóðendur verða iðulega til í myndverumRíkisútvarpsins. Sú fullyrðing gildir um fráfarandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, sem sló í gegn á skjám landsmanna og hellti sér í kjölfarið út í baráttuna um Bessastaði.
Hvort það sama gildi um Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra, skal ósagt látið en hún sjarmeraði marga með frammistöðu sinni í Vikunni hjá Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld. Auk sjarmans kom hún að fjölmörgum mikilvægum punktum eins og tengsl sín við landsbyggðina, úrvalsmenntun erlendis sem og hæfileika sína í harmonikkuleik!
Fyrr um daginn hafði birst frétt á Vísi um mögulegt framboð hennar til forsetaembættisins og segja má að allt hafi farið á flug eftir þáttinn. Stuðningsmenn hennar hafa nú stofnað Facebook-síðu þar sem skorað er á hana að bjóða sig fram og hafa 1.500 manns skráð sig á skömmum tíma.
Halla Hrund er fædd árið 1981 og er því aðeins 43 ára gömul. Hún yrði því fullrúi yngri kynslóðarinnar í framboðsslagnum sem yrði eflaust styrkleiki.