Eins og staðan er í dag verður Manchester United bannað að taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesta uppfærðar reglur UEFA.
Þar kemur fram að sami eigandinn geti ekki átt tvö félög sem spila í sömu Evrópukeppni.
Sir Jim Ratcliffe sem á 27,7 prósenta hlut í Manchester United á einnig Nice í Frakklandi.
UEFA hefur uppfært reglur sínar og þar kemur fram að sami eigandinn geti ekki átt tvö félög sem mætast í Evrópukeppni.
Nice situr í fimmta sæti frönsku deildarinnar í dag en liðið var í toppbaráttu en hefur tapað mörgum leikjum undanfarið.
United situr í sjötta sæti á Englandi og sökum þess fengi Nice að halda sæti sínu en United yrði sparkað út eins og staðan er í dag.