Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í gærkvöldi. Tveir árásaraðilar voru handteknir á staðnum og sleppt að lokinni skýrslutöku. Þeir eru báðir undir lögaldri og málið því unnið í samráði við forráðamenn og barnavernd.
Lögregla fékk svo tilkynningu um barn að aka stolinni bifreið í hverfi 109. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd, að því er segir í skeyti lögreglu.
Tilkynnt var í tvígang um unglinga að skemma hluti í og við Mjóddina í gærkvöldi. Ungmennin voru farin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði í bæði skiptin.
Loks var tilkynnt um ölvaða unglinga í hverfi 112. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd.