Enginn leikmaður í liði í ensku úrvalsdeildinni hefur spilað fleiri mínútur á tímabilinu en markmaðurinn Andre Onana.
Onana hefur spilað 3540 mínútur í marki United til þessa og er á undan Bruno Guimaraes sem er í öðru sæti.
Þrír leikmenn Aston Villa komast á listann en Unai Emery, þjálfari liðsins, treystir mikið á ákveðinn hrygg í sínu byrjunarliði.
Athygli vekur að Axel Disasi, leikmaður Chelsea, kemst á listann en hann er ekki of vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Phil Foden hefur spilað flestar mínútur fyrir Manchester City en listann má sjá hér fyrir neðan.