Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Það er ljóst að fleiri Íslendingar verða á komandi leik karlalandsliðsins gegn Úkraínu en voru á þeim síðasta gegn Ísrael.
Ísland tryggði sér úrslitaleik við Úkraínu á þriðjudag um sæti á EM næsta sumar með glæstum 4-1 sigri á Ísrael. Þar náði tala íslenskra stuðningsmanna sem ferðuðust á völlinn ekki 100.
Nú eru hins vegar hátt í 200 miðar seldir í miðasölu Tix og þá er Icelandair með beint flug í leikinn. Það má því að minnsta kosti gera ráð fyrir rúmlega 400 íslenskum stuðningsmönnum á leiknum. Þessi tala gæti þó hækkað eitthvað.
Leikurinn á þriðjudag hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma og er allt undir.