fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Heimsbyggðin var harmi slegin yfir morðinu á JFK – Drakt ekkjunnar þakin blóði hans geymd á leynilegum stað

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John F. Kennedy var 35. forseti Bandaríkjanna en hann tók við embætti 20. janúar 1961. Heimsbyggðin fylgdist með af hryllingi þegar hann var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963. 

Kennedy var í opinberri heimsókn í Dallas og keyrði um í opinni bifreið með eiginkonu sína, Jackie Kennedy sér við hlið. Forsetafrúin klæddist tvískiptri bleikri dragt þennan örlagaríka dag og þegar skotárásin hófst urðu Jackie og föt hennar þakin blóði Kennedy. 

Jackie neitaði í nokkrar klukkustundir eftir andlát eiginmannsins að fara úr draktinni og segja þeir sem voru á staðnum að hún hafi krafist þess að vera í blóði drifnum fötunum vegna þess að hún vildi að morðingjar Kennedy „sæju hvað þeir höfðu gert.“ Mun hún ekki hafa farið úr draktinni fyrr en degi eftir að eiginmaður hennar var myrtur.

Rúmum 60 árum síðar hefur draktin ekki verið hreinsuð af blóði Kennedy og er hún geymd í hitastýrðu gluggalausu herbergi á leynilegum stað, þar mun draktin verða varðveitt áfram. Sögur herma að herbergið sé ekki höfuðborginni Washington og að Kennedy-fjölskyldan hafi gefið skýr fyrirmæli um að draktin kæmi ekki fyrir augu almennings fyrr en í fyrsta lagi árið 2103.

@sugardollswim This seems surreal even all these years later. #jfk #1960s #historybuff #historynerd #fashiontiktok #jackieo #vintage #jfkassasination #greenscreen ♬ Requiem, KV 626-8, Lacrimosa – Mozart

Lady Bird Johnson, eiginkona Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseta, sagði að „sorgmædd Jackie hefði lagst yfir lík forsetans“ eftir skotárásina, sem varð til þess að draktin varð „nánast algjörlega þakin“ blóði hans.

Lady Bird skrifaði í dagbók sína að hún hafi beðið einhvern um að hjálpa Jackie að skipta um föt á sjúkrahúsinu eftir skotárásina, en forsetafrúin hafi neitað því.

„Hvöss sagði hún, ef hægt er að segja að svona blíð og virðuleg manneskja hafi slíkan eiginleika: „Ég vil að þeir sjái hvað þeir hafa gert við Jack,“ sagði Lady Bird.

Nokkrum klukkustundum síðar þegar Johnson sór embættiseið sem forseti Jackie við hlið hans sem eitt af vitnum eiðsins, enn í blóðugri draktinni.

„Þetta var átakanleg sjón, þessi flekklausa kona, stórkostlega klædd og þakin blóði,“ hélt Lady Bird áfram.

Samkvæmt Los Angeles Times skipti Jackie um föt morguninn eftir þegar hún kom heim til Hvíta hússins. Þjónn hennar setti fötin í poka og sendi þau til móður Jackie, Janet Lee Bouvier. Um sex mánuðum síðar var pokinn sendur til höfuðstöðva Þjóðskjalasafnsins með óundirrituðum miða sem sagði einfaldlega: „Föt og taska Jackie sem hún var í 22. nóvember 1963.“

LA Times segir fötin aldrei hafa verið þrifin og þau séu nú geymd „í sýrulausu íláti í gluggalausu herbergi einhvers staðar inni í þjóðskjalasafni og skjalastjórn í Maryland. Nákvæmri staðsetningu er haldið leyndri. Hitinn er á milli 65 og 68 gráður, rakastigið er 40 prósent, skipt er um loft sex sinnum á klukkustund.“

„Draktin lítur út fyrir að vera ónotuð, fyrir utan blóðið,“ sagði skjalavörðurinn Steven Tilley, einn af örfáum sem sáu fötin.

 

Draktin var augljóslega í uppáhaldi forsetafrúarinnar þar sem hún hafði klæðst henni að minnsta kosti sex sinnum fyrir hinn örlagaríka dag. Draktin er frá Chanel og keypt í New York-búðinni Chez Ninon, sem framleiddi mikið af fötum Jackie. Fötum voru gerð eftir pöntun með því að nota efni sem Chanel útvegaði í París.

 

Bleikur hattur í stíl draktarinnar og hvítir hanskar sem Jackie klæddist einnig töpuðust í ringulreiðinni og hafa aldrei fundist.

 

Caroline Kennedy dóttir Jackie erfði fötin eftir andlát móður sinnar árið 1994. Árið 2003 voru fötin gefin til þjóðskjalasafnsins með þeim skilyrðum að þau myndu ekki koma fyrir augu almennings í að minnsta kosti öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera