fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Þessi ákvörðun landsliðsþjálfara Íslands risastór vísbending – „Er það ekki bara gefið?“

433
Sunnudaginn 24. mars 2024 12:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Leó Grétarsson, miðvörður íslenska landsliðsins, átti arfaslakan fyrri hálfleik gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM á fimmtudag. Hann var þó töluvert betri í þeim seinni.

Ísland vann leikinn 4-1 og mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM á þriðjudag.

„Hann var alveg meðvitaður um að umræðan væri um að hann væri í byrjunarliði. Hann var svakalega stressaður og með hverjum mistökunum sem hann gerir verður hann minni og minni í sér. Það kom mér á óvart að hann kæmi út í seinni hálfleik,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í hlaðvarpi Íþróttavikunnar, en það kom mörgum á óvart að Daníel skyldi byrja leikinn.

„Hann á þennan hauskúpu fyrri hálfleik en honum til hróss sökk hann ekki dýpra og náði aðeins að stíga upp. Hann á bara þokkalegasta seinni hálfleik, sem er merki um að það er karakter í þessum gæa. Hann brotnaði ekki niður þrátt fyrir allar þessar feilsendingar og þetta klaufalega víti sem hann gefur í fyrri hálfleik,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Þeir eru sammála um að Daníel muni byrja leikinn gegn Úkraínu á þriðjudag.

„Mér finnst það að hann hafi byrjað seinni hálfleikinn vísbending um að hann hafi traust þjálfaranna og það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi byrja á móti Úkraínu,“ sagði Helgi áður en Hörður tók til máls á ný.

„Er það ekki bara gefið? Þú ferð ekki að hrófla í hafsentunum miðað við þennan seinni hálfleik.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham