fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Simmi Vill rifjar upp versta hrekk sem hann hefur framkvæmt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 13:30

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var falin myndavél í Mosfellsbæ, þá voru kynlífstækjabúðir að byrja. Við fengum lánaða props og ég tek svona hendi, hræðilegt, hver er að nota þetta? Stórir dildoar og svona. Við keyrðum bílinn með kameru út um gluggann,“

segir Sigmar Vilhjálmsson eigandi MiniGarðsins og athafnamaður beðinn um að rifja um versta hrekk eða áskorun sem hann hefur tekið þátt í. Simmi eins og hann er jafnan kallaður er nýjasti viðmælandi Aron Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

Simmi bankaði upp á á heimili nokkru með varninginn og segir konu hafa komið til dyra. Simmi var búinn að lesa nöfn heimilisfólks á hurðinni og segir við konuna: „Guðmundur er hann hér? Hann var að panta hérna á netinu.“

Konan kallar á manninn sinn sem kemur fram. Maðurinn steinhissa á hvað hann hafi verið að panta og Simmi spyr hvort hann megi taka upp pakkann og sýna konunni. Maðurinn játar því.

„Þá tók ég upp stóran tittling,“ segir Simmi, sem segir konuna hafa verið forviða á hvað maðurinn hennar hafi verið að panta. „Nei nei ég kannast ekkert við þetta, farðu með þetta úr mínum húsum,“ sagði maðurinn.

Simmi og félagar hans keyrðu í burtu, en Simmi segir þá hafa farið aftur og tilkynnt hjónunum að þau hefðu verið í falinni myndavél. „Eins gott hún hélt bara að ég væri orðinn einhver bölvaður öfuguggi.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“