England tapaði 1-0 gegn Brasilíu á Wembley í gær en undrabarnið Endrick skoraði eina mark leiksins.
Endrick komst á blað á 80. mínútu til að tryggja Brössum sigur en um var að ræða vináttulandsleik.
Brasilía hefur ekki tapað fyrir Englendingum í heil 11 ár en það gerðist síðast 2013 og einnig á Wembley.
Þaðö er athyglisvert að skoða byrjunarlið Brasilíumanna í þeim leik en þónokkrir hafa lagt skóna á hilluna.
Stórstjarnan Neymar var á kantinum í leiknum en hann er meiddur í dag, þeir David Luiz, Dante, Oscar og Paulinho eru þá einnig enn að 11 árum seinna.
Hér má sjá byrjunarlið Brassa 2013 en England hafði betur í viðureigninni 2-1.