Það eru ekki margir sem kannast við nafnið Miguel Guerrero en um er að ræða fyrrum markmann liða á Spáni.
Guerrero spilaði í annarri, þriðju og fjórðu deild Spánar en hann hefur lagt hanskana á hilluna 29 ára gamall.
Guerrero þykir vera gríðarlega myndarlegur en hann ákvað að segja skilið við íþróttina til að einbeita sér að síðunnu OnlyFans.
Þar er Guerrero afar vinsæll en hann selur aðdáendum sínum kynæsandi efni og hefur ákvörðun hans vakið töluverða athygli.
Ekki nóg með það heldur tók Guerrero þátt í spænsku útgáfunni af Love Island þáttaröðinni og vakti enn frekari athygli fyrir frammistöðu sína þar.
Guerrero er uppalinn hjá liði Cordoba sem lék um tíma í efstu deils Spánar en lék síðast fyrir lið Velez CF í fjórðu deild áður en hanskarnir fóru á hilluna.
,,Ég var enn samningsbundinn til tveggja ára og var á góðum launum en ást mín tilheyrði ekki lengur fótboltanum,“ er haft eftir Guerrero er hann ákvað að hætta.
Guerrero tjáði sig svo um lífið sem OnlyFans stjarna en hann selur aðdáendum sínum nektarmyndir sem og nektarmyndbönd.
,,Ef þú ákveður að selja efni sem felur í sér enga nekt þá ertu ekki að fara að græða pening þar sem OnlyFans er klámsíða,“ sagði Guerrero.
,,Ég er vinsæll á meðal samkynhneigðra og ég er tilbúinn að gera margt sem gleður þá.“