Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, viðurkennir að jafnvel hann hafi eitt sinn yfirgefið völlinn snemma er hann horfði á sína menn spila við Chelsea árið 2018.
Saka var aðeins 16 ára gamall á þessum tíma en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik sama ár en í nóvember.
Síðan þá hefur Saka tekið miklum framförum en hann er í dag einn allra mikilvægasti leikmaður enska stórliðsins.
Vængmaðurinn yfirgaf völlinn í stöðunni 2-1 fyrir Chelsea á Emirates vellinum en 93 mínútur voru þá komnast á klukkuna.
,,Ég hef sjálfur gert þetta, tilfinningin er alls ekki góð,“ sagði Saka í samtali við Snickers.
,,Ég man eftir að hafa yfirgefið leik Arsenal og Chelsea snemma. Hector Bellerin skoraði í blálokin og ég heyrði fagnaðarlætin fyrir utan leikvanginn.“
Þetta var síðasta tímabil Arsene Wenger við stjórnvölin hjá Arsenal en Saka fékk aldrei að spila undir hans stjórn fyrir aðalliðið.