Fallegt atvik átti sér stað á Wembley vellinum í gær er England spilaði við Brasilíu í vináttulandsleik.
Brassarnir höfðu betur að þessu sinni 1-0 en undrabarnið Endrick skoraði eina mark leiksins.
Brasilískt par ákvað að trúlofa sig í stúkunni í hálfleik en myndavélar vallarins náðu að mynda atvikið.
Maðurinn fór á skeljarnar sem kom kærustunni verulega á óvart en hún svaraði sem betur fer játandi.
Aðdáendur vallarins tóku vel í atvikið og klöppuðu mikið en þau höfðu gert sér leið á Wembley alla leið frá Brasilíu.
Myndir af þessu má sjá hér.