Atletico Madrid var steinhissa er félagið komst að verðmiða framherjans Mason Greenwood sem spilar með Manchester United.
Greenwood er samningsbundinn United en hefur í vetur leikið með Getafe á Spáni á lánssamningi.
Þar hefur Englendingurinn staðið sig vel og er útlit fyrir að hann verði seldur frá enska liðinu í sumar.
Atletico opnaði samtalið við United nýlega að sögn Mundo Deportivo en brá er félagið komst að verðmiðanum.
United vill fá 58 milljónir punda fyrir Greenwood og er það verð sem Atletico hefur engan áhuga á að borga.