Dorival Junior, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur fengið harða gagnrýni eftir ummæli sem hann lét falla um fyrrum leikmanninn Robinho.
Robinho vann með Dorival á sínum tíma en sá fyrrnefndi var nýlega dæmdur í níu ára fangelsi fyrir nauðgun.
Robinho var fyrst fundinn sekur á Ítalíu fyrir sjö árum síðan en fyrir niðurstöðu málsins hafði hann flúið til heimalandsins.
Eftir langt ferli hefur Robinho nú loksins verið dæmdur í heimalandi sínu og er á leið á bakvið lás og slá.
Dorival ákvað að tjá sig um stöðuna á blaðamannafundi fyrir vináttulandsleik gegn Englandi og talar þar um að Robinho sé ‘frábær manneskja’ sem þykir ósmekklegt eftir fréttir síðustu viku.
,,Sem landsliðsþjálfarinn þá er það mín skylda að tjá mig um stöðuna. Þetta er fyrst og fremst mjög viðkvæm staða,“ sagði Dorival.
,,Robinho var minn leikmaður hjá Santos árið 2010, hann er frábær manneskja og svo mikill fagmaður.“