Harry Maguire, leikmaður Englands, skilur ekki af hverju Ben White, leikmaður Arsenal, neitar að spila með enska landsliðinu.
White hafnaði því nýlega að mæta í leiki gegn Brasilíu og Belgíu en hann á að baki fjóra landsleiki.
White hefur lítinn áhuga á að sitja á bekknum og horfa á félaga sína spila og hefur þess vegna fengið töluverða gagnrýni fyrir þá ákvörðun.
,,Ben er frábær fótboltamaður. Hann æfði vel á HM [áður en hann fór snemma heim] en ég þekki ekki öll smáatriðin og af hverju hann vill ekki vera í hópnum í dag,“ sagði Maguire.
,,Það eina sem ég veit er að spila fyrir land þitt er stærsti heiður sem fótboltamaður getur upplifað.“
,,Þegar ég var ungur strákur þá dreymdi mig um að spila fyrir landið og ég mun taka öll þau tækifæri sem ég fæ.“