Leikmenn Inter Miami voru harðlega gagnrýndir í gær eftir leik liðsns við New York Red Bulls í bandarísku MLS deildinni.
Miami fékk skell í þessum leik en Red Bulls höfðu betur mjög sannfærandi 4-0 á heimavelli.
Staðan var 2-0 fyrir heimaliðinu eftir fyrri hálfleikinn en Lewis Morgan gerði bæði mörkin og fullkomnaði svo þrennu sína í seinni hálfleik.
Ástæðan fyrir gagnrýninni er sú að Miami var alltof seint að mæta til leiks í seinni hálfleikinn og eru stórstjörnur liðsins ásakaðar um vanvirðingu.
Af hverju Miami mætti of seint til leiks er óvitað en bæði Sergio Busquets og Luis Suarez spiluðu með liðinu í tapinu.