Harry Kane er farinn aftur til Þýskalands og ljóst að hann mun ekki spila með Englandi gegn Belgíu í næstu viku.
Þetta hefur Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfest en Kane er að glíma við ökklameiðsli.
Kane meiddist í síðasta leik Bayern gegn Darmstadt en var samt valinn í hóp Englands fyrir leiki gegn Brasilíu og Belgum.
England tapaði 1-0 gegn Brasilíu í gær en Kane var ekki í hóp í þeirri viðureign.
Margir gerðu sér vonir um að Kane myndi þó spila næsta leik gegn Belgum sem er á þriðjudag.
Því miður fyrir þá stuðningsmenn þarf Kane á sjúkraþjálfurum og læknum Bayern að halda og hefur því snúið aftur til félagsins.