England 0 – 1 Brasilía
0-1 Endrick(’80)
Hinn 17 ára gamli Endrick sá um að tryggja Brasilíu sigur á Englandi í kvöld en um var að ræða vináttulandsleik.
Endrick er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims en hann spilar með Palmeiras í heimalandinu.
Real Madrid hefur tryggt sér þjónustu leikmannsins fyrir 60 milljónir evra og heldur hann þangað í júlí.
Endrick kom inná sem varamaður í þessum leik og skoraði eina markið í 1-0 sigri Brassa á Wembley.
Þetta var þriðji landsleikur Endrick sem er 17 ára gamall og hans fyrsta landsliðsmark.
Framherjinn varð í kjölfarið yngsti leikmaður sögunnar til að skora á Wembley leikvanginum fræga.
🇧🇷 Endrick becomes the youngest ever player to score a club/country goal at Wembley.
He’s also the youngest player to score for Brazil since Ronaldo ‘Fenomeno’ in 1994.
17 years, 246 days old. 🕺🏼✨ pic.twitter.com/a9608MRbA0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2024