fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Varar við erlendum fjárframlögum til moskubyggingar í Reykjavík

Eyjan
Laugardaginn 23. mars 2024 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag múslima á Íslandi hefur sótt um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir byggingu mosku á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Af því tilefni birtir Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, grein í Morgunblaðinu, þar sem hann varar við fjárframlögum frá mögulega vafasömum aðilum til verkefnis af þessu tagi.

Í því samhengi vekur Ólafur máls á fordæmi um slíkt í Danmörku:

„Í Dan­mörku gilda frá 2021 lög um varn­ir gagn­vart er­lend­um öfga­öfl­um sem Dan­ir telja grafa und­an dönsku sam­fé­lagi. Dansk­ir þing­menn úr flest­um stjórn­mála­flokk­um greiddu frum­varpi dönsku jafnaðarmanna­stjórn­ar­inn­ar at­kvæði sitt. Lög­in leggja bann við því að taka við fé eða ann­ars kon­ar stuðningi frá er­lend­um aðilum sem tald­ir eru vara­sam­ir.“

Markmiðið sé að forðast íhlutun öfgaafla sem geti grafið undan lýðræði og mannréttindum í landinu þar sem byggingin rís. „Frétt­ir um fyr­ir­hugaðar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir í Reykja­vík hafa teng­ingu við hinar dönsku aðstæður. Um­rædd trú­ar­bygg­ing sýn­ist ekki verða að veru­leika nema fjár­stuðning­ur komi er­lend­is frá,“ skrifar Ólafur.

Ólafur bendir á að samkvæmt dönsku lögunum sé bannað að þiggja fjárframlög eða annan stuðning frá erlendum aðilum sem taldir eru vinna gegn dönskum hagsmunum og gildum. Segir hann dönsku samfélagi vera ógnað af myrkum öflum. Rekur hann feril þessa lagafrumvarps með þessum orðum:

„Í lög­un­um er hvergi minnst á trú­ar­söfnuði eða sam­komu­hús þeirra. Dansk­ir stjórn­mála­menn tala þó enga tæpitungu þegar þeir fagna samþykkt frum­varps. Haft er eft­ir jafnaðar­mann­in­um Matti­as Tes­faye að er­lend­is fyr­ir­finn­ist öfga­öfl sem leit­ist við að snúa múslimsk­um sam­borg­ur­um gegn Dan­mörku og þar með kljúfa danskt sam­fé­lag. Hann seg­ir fjöl­miðla ít­rekað hafa flutt frétt­ir á liðnum árum um dansk­ar mosk­ur sem þegið hafi háar fjár­hæðir frá m.a. Mið-Aust­ur­lönd­um. Þessu vilji rík­is­stjórn­in vinna gegn.

Kom í hlut rík­is­stjórn­ar jafnaðarmanna að ljúka meðferð máls­ins á þjóðþing­inu. Haft var eft­ir þing­mönn­um að for­myrkvaðar rík­is­stjórn­ir Mið-Aust­ur­landa megi að sjálf­sögðu ekki senda pen­inga í mosk­ur eða kór­an­skóla í Dan­mörku til að grafa und­an dönsk­um gild­um. Þess vegna beri að fagna þessu inn­gripi til að stöðva árás­ir á lýðræðið sem stafa m.a. frá öfga­full­um mosk­um. Aldrei verði samþykkt­ar árás­ir á hið danska friðsam­lega sam­fé­lag og lýðræði.“

Svartur listi

Ólafur segir einnig að dönsk stjórnvöld láti útbúa lista yfir óæskilega aðila hvað varðar fjárframlög erlendis frá:

„Danska út­lend­inga- og aðlög­un­ar­ráðuneyt­inu ber að gera lista yfir rík­is­stjórn­ir, rík­is­stofn­an­ir eða aðra slíka sem tald­ir eru vinna gegn dönsk­um grund­vall­ar­gild­um um lýðræði og mann­rétt­indi. Bann er lagt við því að þiggja fjár­fram­lög eða ann­an stuðning frá slík­um aðilum. Þeir sem brjóta gegn bann­inu skulu greiða sekt og end­ur­greiða féð. Þetta eru dönsk stjórn­mál í okk­ar sam­tíma. Sádi-Ar­ab­ía, Kat­ar og Tyrk­land voru tal­in eiga greiða leið á list­ann ef marka má danska fjöl­miðla.“

Ólafur Ragnar varaði við Sádi-Aröbum

Ólafur vitnar síðan til orða nafna síns, Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, sem hann viðhafði í viðtali við Ríkisútvarpið árið 2015 í tilefni af því að sendiherra Sádi-Arabíu hefði greint frá fyrirætlunum þarlendra stjórnvalda um að styrkja mosku-byggingu á Íslandi. Var þar haft eftir Ólafi Ragnari:

„Við erum með lög í land­inu sem banna er­lend­um aðilum að leggja fé í stjórn­málastarf á Íslandi. Og það hef­ur verið breið póli­tísk samstaða um slíkt bann. Og með lík­um hætti finnst mér óeðli­legt að ríki eins og Sádi-Ar­ab­ía skuli hafa fullt frelsi til þess að blanda sér með fjár­mun­um og íhlut­un­um af hálfu sendi­ráðsins í trú­ariðkun á Íslandi.“

Vill sambærileg lög á Íslandi

Ólafur Ísleifsson leggur til, í lok greinar sinnar, að Alþingi samþykki fyrir þinglok í vor sambærilegt lagafrumvarp og öðlast hefur gildi í Danmörku. Þannig verði leitast við að girða fyrir fjárframlög til moskubygginga frá erlendum aðilum sem taldir eru vinna gegn grunngildum samfélagsins, lýðræði og mannréttindum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu