fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Segir frá því sem gekk á bak við tjöldin eftir leik Íslands og Ísrael – „Það var svo sveitalegt hvernig var staðið að þessu“

433
Laugardaginn 23. mars 2024 12:30

Szusza Ferenc leikvangurinn, þar sem leikurinn fór fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var svo sveitalegt hvernig var staðið að þessu. Þetta bar ekkert þess merki að þetta væri einhver UEFA-leikur. Mix-zoneið var svona þrír fermetrar,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í hlaðvarpi Íþróttavikunnar eftir leik Íslands gegn Ísrael í Búdapest.

Liðin mættust á Szusza Ferenc leikvanginum í Búdaest vegna stríðsástandsins á Gasa en eins og flestir vita vann Ísland 4-1 sigur. Liðið er komið í úrslitaleik um sæti á EM í sumar en þar verður andstæðingurinn Úkraína.

Helgi var á staðnum í Búdapest og sagði sem fyrr segir að illa hafi verið staðið að ýmsu í kringum leikinn.

„Það var mikið af lögreglumönnum þarna en gæslan var nú ekki meiri en það að Bjarki Már (Elísson, landsliðsmaður í handbolta sem var á leiknum) og félagar gátu valsað í gegnum Mix-zoneið rétt áður en viðtöl hófust,“ sagði Helgi léttur í bragði.

„Þessi völlur lítur vel út í sjónvarpinu en hann er að hruni kominn þar í kring. Þeir lappa bara upp á það sem sést í sjónvarpinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Í gær

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út