Það eru ekki allir sem kannast við nafnið Jota Silva en hann er leikmaður vitoria Guimaraes í Portúgal.
Jota eins og hann er kallaður er 24 ára gamall og spilar á vængnum í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Fyrir aðeins fjórum árum lék Jota fyrir áhugamannalið Espinho í Portúgal og fyrir það með óþekktu liði Sousense.
Espinho lék í fjórðu efstu deild er Jota lék þar árið 2020 en hann var keyptur til Vitoria fyrir tveimur árum síðan.
Í vikunni spilaði þessi ágæti leikmaður sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal er liðið vann 5-2 sigur á Svíum í vináttuleik.
Magnaður árangur á mjög stuttum tíma en stærri lið eru talin horfa til Jota sem hefur gert 13 mörk í 32 leikjum í vetur.