fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Aðrir landsliðsmenn um Albert: „Ég veit ekki hvað ég á að segja“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 11:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Albert Guðmundsson sýndi eina bestu frammistöðu sem einhver hefur sýnt í íslenskri landsliðstreyju þegar hann skoraði þrennu í 4-1 sigri á Ísrael. Þar með komst Ísland í hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar.

Nokkrir leikmenn íslenska liðsins ræddu þessa frammistöðu Alberts eftir leik.

„Hann er ótrúlegur leikmaður, ótrúlegur í fótbolta. Hann hefur sýnt það margoft. Þetta kemur engum á óvart í hópnum,“ sagði Arnór Ingvi Traustason og nafni hans Arnór Sigurðsson tók undir.

„í raun kom þetta ekki á óvart. Við vitum allir hvað Albert getur í fótbolta og þegar hann er á sínum degi getur hann gert hluti eins og í dag.“

Bakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson samgladdist Alberti eftir frammistöðuna.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja, bara geggjaður leikmaður. Það er frábært fyrir okkur að fá hann aftur. Það eru svo mikil gæði í honum, hann er svo góður í fótbolta og það er svo mikilvægt fyrir okkur að hafa svona góða menn. Við erum með marga sem eru góðir í fótbolta og hann smellpassar inn. Ég er virkilega glaður fyrir hans hönd.“

Meira
Rússíbanareið Alberts: Útilokaður, tekinn inn á ný, útilokaður aftur og nú á hátindi ferilsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig