fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

ISIS lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Rússlandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. mars 2024 07:53

Hryðjuverkin í Rússlandi eru eitt af þeim atriðum sem fær fólk til að óttast það versta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 60 eru látnir og yfir 100 særðir eftir árás skotmanna á tónleikahúsið Crocus City Hall í Krasnog­orsk í Rússlandi í gærkvöld. Hryðujuverkasamtökin sem kalla sig Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Samkvæmt BBC er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás í Rússlandi í næstum tvo áratugi.

Mikill eldur lofaði í þaki hússins en talið er að hryðjuverkamennirnir hafi kveikt í bensínsprengjum inni í húsinu áður en þeir hófu skothríðina.

Óttaslegnir borgarar reyndu að forðast skotríð árásarmannanna með því að leggjast á gólfið. Fjölmargir náðu að komast undan og fara út úr húsinu.

Ekki er vitað hvar hryðjuverkamennirnir halda sig núna og er óttast að þeir hafi komist undan.

Pútin Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um árásina en þjóðarleiðtogar Kína og Indlands hafa sent samúðarkveðjur til hans og rússnesku þjóðarinnar.

Uppfært kl. 9:25:

Samkvæmt BBC eru 93 látnir og yfir 140 særðir. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við árásina, þar af fjórir árásarmenn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans