England er sigurstranglegt á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi í sumar að sögn goðsagnarinnar Rivaldo.
Rivaldo er Brasilíumaður en hans þjóð spilar einmitt við England í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.
England hefur ekki unnið EM í langan tíma en komst í úrslitaleikinn árið 2021 en tapað þar gegn Ítalíu.
,,Enska landsliðið er gríðarlega sterkt og er með frábæra leikmenn innanborðs, þetta verður erfitt fyrir Brasilíu á Wembley,“ sagði Rivaldo.
,,Þetta verður gott próf fyrir okkur. England á mjög góðan möguleika á að vinna EM í Þýskalandi í sumar.“