Það eru ekki allir sem kannast við nafnið James Scanlon en hann er leikmaður Manchester United á Englandi.
Um er að ræða 17 ára gamlan dreng sem hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið enska stórliðsins.
Þrátt fyrir það hefur Scanlon spilað sinn fyrsta landsleik en hann valdi það að leika fyrir landslið Gíbraltar.
Scanlon þykir efnilegur leikmaður og hefur æft með aðalliði United en ekki fengið sénsinn hingað til.
Hann kom inná sem varamaður í vikunni gegn Litháen í Þjóðadeildinni og fékk að spila um 20 mínútur í þeim leik.
Scanlon er einnig fyrsti leikmaðurinn sem spilar með United til að leika fyrir Gíbraltar.
Danny Higginbotham lék eitt sinn með United og spilaði einnig fyrir Gíbraltar en landsleikur hans kom 13 árum eftir brottför frá Old Trafford.