Eins og flestir vita þá hefur Cristiano Ronaldo klæðst sjöunni hjá portúgalska landsliðinu í mörg, mörg ár.
Ronaldo fékk fyrst sjöuna árið 2007 en hann var þá leikmaður Manchester United á Englandi.
Vængmaðurinn Bruma varð á fimmtudaginn sá fyrsti síðan 2007 til að klæðast sama númeri fyrir Portúgal.
Ronaldo var ekki með er Portúgal vann 5-2 sigur á Svíþjóð en Bruma skoraði fjórða mark liðsins í vimáttuleiknum.
Líklegt er að Bruma fái númerið 17 aftur á þriðjudag er Ronaldo spilar með liðinu gegn Slóveníu.